Þann 18.mai næst komandi munum við stefna á að hittast í okkar árlegu vorgöngu. Þetta árið munum við hittast við Perluna, ganga smá og svo taka gott spjall í kaffiteríu Perlunnar, en þar eigum við frátekinn hliðarsal. Við breytum göngunni örlítið til að koma til móts við þau sem eiga erfitt með að taka þátt, þannig að þau sem ekki geta komið í göngunna geta verið með okkur að henni lokinni í kaffiteríunni.
Stefnt er á að hittast kl 14:00 við anddyri Perlunnar og taka ca. 30mínútna göngu.
Við vonumst til að sjá sem flesta til að gera daginn okkar sem bestan.
Við setjum skemmtilega mynd með af honum Óskari en fjölskylda hans eru frumkvöðlar að þessum degi.