Stórfljót heimildarmynd um Elvu Björg Egilsdóttir

Heimildarmyndin Stórfljót sem er um stutta ævi Elvu Bjargar Egilsdóttur verður sýnd í Bíó Paradís 10.apríl kl17:00

Elva Björg Egilsdóttir lést aðeins tveggja ára gömul eftir erfiða baráttu við hrörnunarsjúkdóminn SMA.

Hvetjum við alla sem sjá sér fært að mæta.
Í Íslandi í dag í kvöld fáum við innsýn í stutta ævi Elvu Bjargar Egilsdóttur.

Elva Björg Egilsdóttir fæddist í Lúxemborg 30. Nóvember 2007.

Í Febrúar 2008 greindist hún með SMA-1 sjúkdóminn. Elva Björg lést í Lúxemborg 9. Janúar 2010.

Birgitta Engilberts hefur gert heimildarmynd um frænku sína en myndina kallar hún Stórfljót. Myndin er lokaverkefni Birgittu í kvikmyndanámi.

Lítilsháttar aðgangseyrir eða 500 kr. er á myndina ( frjálst að styrkja meira) og mun allur ágóði renna til SMA félagsins á Íslandi.

Hlökkum til að sjá ykkur öll.