19. maí 2011 tilkynntu FSMA (Families of Spinal Muscular Atrophy) að Matar- og lyfjaeftirlitið í Bandaríkjunum (FDA) hefði samþykkt fyrsta stig klínískra prófana á lyfjaefninu RG3039, áður kallað Quinazoline495, í heilbrigðum sjálfboðaliðum. Það er fyrirtækið RepliGen sem sér um prófarnirnar.
Þetta mun vera fyrsta lyfið sem er sérstaklega hannað til að meðhöndla SMA og fyrsta meðferðin sem leitast við að auka magn SMN próteinsins. Ef lyfið ber árangur mun það geta stöðvað eða hægt framgang sjúkdómsins.
MDA (Muscular Dystrophy Association) hefur hjálpað við að fjármagna prófanirnar en þau samtök fjármagna auk þess meira en 330 rannsóknarteymi á heimsvísu.