Reykjarvíkur Maraþon Íslandsbanka

24. ágúst 2013 var haldið 30. maraþon Íslandsbanka.  Sjö vaskir hlauparar hlupu til góðs fyrir okkar litla félag, það voru þau Unnar Kjartansson sem hlóp 10km,  Fanney Ásta Ágústdóttir sem hljóp 10km,  Sveinbjörn Eysteinsson sem hljóp 10km, Signý B. Laxdal Valgarðsdóttir sem hljóp 10km,  Björg Bjarnadóttir sem hljóp 21km,  Bjarni Sigurðsson sem hljóp 21km með Kristjönu konu sína (SMAIII) í hlaupahjólastól og Stefán Gíslason sem hljóp 42,2km en Stefán hefur hlupið fyrir félagið alloft en nú bætti fyrirtæki hans við krónu á móti krónu sem heitið var á hann.  Hlaupastyrkur maraþons Íslandsbanka er ein stærta fjármögnunarleið FSMA á Íslandi undan farin ár. Þetta árið söfnuðust yfir 500þúsund krónur og erum við hlaupurunum mjög svo þakklát.